135. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2008.

endurskoðun samnings við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar.

[15:21]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Herra forseti. Ástæðan er auðvitað sú að félaginu voru falin ákveðin verkefni, mjög umfangsmikil verkefni sem við vitum að muni kosta mikla fjármuni. Þegar þetta var gert var út af fyrir sig ekki fyrirséð að jafnvel þessar tekjur félagsins mundu duga fyrir þeim verkefnum sem félaginu voru falin þó það líti út fyrir í dag að það verði afgangur og jafnvel umtalsverður afgangur af þeirri sölu sem þarna var fyrirhugað að færi fram.