135. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2008.

raforkumálefni.

311. mál
[16:34]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, það er gott að það liggi þá fyrir að samkvæmt þessum spám eru engin önnur stóriðjuverkefni inni en Reyðarál, þ.e. eins og það verður þegar það er komið í full afköst.

Varðandi heildarteravattstundafjöldann þegar Reyðarál verður komið í full afköst þá ímynda ég mér að það séu einhvers staðar á bilinu 13, 14 teravattstundir í heildina. Það væri samt gott að fá staðfestingu frá hæstv. iðnaðarráðherra einhvern tíma undir umræðunni, því að það skiptir auðvitað máli þegar við horfum á heildarmyndina.