135. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2008.

athugasemd í fyrirspurnatíma.

[14:15]
Hlusta

Forseti (Kjartan Ólafsson):

Forseti vill láta þess getið að það er rétt sem hefur komið fram að þingsköp kveða svo á um að komi fyrirspyrjandi í annað sinn upp í pontu þá er ekki heimilt að gera stutta athugasemd eftir það og þannig háttaði til með þessa fyrirspurn, það hafði enginn beðið um orðið og við sem störfum við forsetaborðið fylgjumst vel með. Hv. þingmaður bað um orðið eftir að hv. 6. þm. Suðurk. var kominn í pontu og þess vegna var ekki hægt að verða við þessari ósk.