135. löggjafarþing — 71. fundur,  27. feb. 2008.

þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður.

403. mál
[15:32]
Hlusta

Frsm. 1. minni hluta allshn. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það veldur mér vonbrigðum að jafnreyndur þingmaður og Kristinn H. Gunnarsson skuli nota svona orðbragð í ræðustóli. Ég sagði að hugsa hefði átt launakjör aðstoðarmanna til enda, skoða þau í samanburði við launakjör starfsfólks á þingi. Að ég væri að tala niður til fólks eða annað slíkt, ég bið hv. þingmann um að lesa ræðuna, skoða hana vel og vandlega í ró og næði, huga að því sem ég sagði og koma svo í málefnalega umræðu við mig.