135. löggjafarþing — 74. fundur,  4. mars 2008.

staða efnahags-, atvinnu- og kjaramála.

[14:14]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Nú fer fram áður boðuð utandagskrárumræða um stöðu efnahags- atvinnu- og kjaramála. Málshefjandi er hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon og hæstv. forsætisráðherra verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 3. málsgrein 50 gr. þingskapa.

Áður en umræðan hefst vill forseti geta þess að samkomulag er á milli þingflokka um ræðutíma í umræðunni: Í fyrri umferð hafa málshefjandi og ráðherrar tólf mínútur hvor en ræðumenn annarra flokka 8 mínútur hver. Í síðari umferð hafa ræðumenn allra flokka 8 mínútur hver og að lokum tala málshefjandi og ráðherra í 5 mínútur.