135. löggjafarþing — 74. fundur,  4. mars 2008.

mat á umhverfisáhrifum.

435. mál
[17:19]
Hlusta

Flm. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka fyrir umræðuna sem hefur verið hér um þessi tvö lagafrumvörp mín og eins og ég sagði áðan þá vona ég að þær jákvæðu undirtektir sem ég þó hef fengið í þingsal séu undanfari jákvæðra undirtekta við áframhaldandi vinnslu þessa máls.

Mig langar að taka það fram svona í lokin að þetta er pínulítil breyting sem ég vil fá inn í umhverfismatslögin. Ég er ekki að leggja til að við förum að hreyfa þau öll eða setja á flot heldur bara að bæta einum nýjum staflið við 12. gr. II. viðauka og ég held að þetta verði mjög einfalt og fljótlegt að gera.