135. löggjafarþing — 75. fundur,  5. mars 2008.

tilkynning um dagskrá.

[13:31]
Hlusta

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill láta þess getið að um kl. 3.30 í dag fer fram utandagskrárumræða um einkavæðingu Iðnskólans í Reykjavík. Málshefjandi er hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir. Hæstv. menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.