135. löggjafarþing — 75. fundur,  5. mars 2008.

ókeypis námsbækur í framhaldsskólum.

367. mál
[15:26]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Það fer ekki hinum unga fullhuga, hv. þm. Birki Jóni Jónssyni, vel að tala um svik. Hann veit að þegar menn ganga til leiks, t.d. á spilaborði, þá gilda þær reglur að ekki á að svíkja lit og það hefur Samfylkingin svo sannarlega ekki gert. Hins vegar veit þingmaðurinn það líka að þegar menn ganga í leikinn þarf að taka nokkra áhættu og það höfum við samfylkingarmenn gert með því að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og hæstv. menntamálaráðherra en hún er hins vegar dugmikil. Hún er með þetta mál í smíðum og kemur því væntanlega að í næstu fjárlögum. Þessi fjárlög voru því marki brennd að Framsóknarflokkurinn hafði tekið þátt í grunngerð þeirra þannig að það var nokkuð erfitt að hnika því til sem hann hafði komið þarna til leiðar.

Að öðru leyti verð ég að segja að ég lít á þetta í raun og veru sem fyrsta skref að miklu meiri stuðningi almannavaldsins við framhaldsskólana sem að lokum (Forseti hringir.) þarf að færa inn í reglur lánasjóðsins með hætti sem ég hef ekki tíma til að skýra út hér.