135. löggjafarþing — 75. fundur,  5. mars 2008.

ókeypis námsbækur í framhaldsskólum.

367. mál
[15:29]
Hlusta

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Frú forseti. Ég vil þakka fyrir fyrirspurnina sem hér er borin fram. Það er auðvitað alveg ljóst að það er skoðanaágreiningur milli stjórnarflokkanna í þessu máli. Samfylkingin lofaði eins og kunnugt er afdráttarlaust fríum kennslugögnum í framhaldsskólum fyrir kosningar. Það voru afdráttarlaus loforð hennar. Stjórnarsáttmálinn er mjög loðmullulegur að þessu leyti til. Það var ekki á stefnuskrá Samfylkingarinnar. Ég ætla að vekja athygli á því að ég hef þegar mælt fyrir frumvarpi á þessu þingi um að kennslugögnin verði ókeypis. Það mál er komið til meðferðar í hv. menntamálanefnd.

Í umræðunni um frumvarpið kom fram það viðhorf hæstv. menntamálaráðherra að hún væri ekki fylgjandi því að þetta skref væri tekið en vildi þó ekki útiloka að um það yrði fjallað á vettvangi nefndarinnar. Ég vænti þess að sjálfsögðu að þetta mál fái fullan framgang í meðförum menntamálanefndar á frumvarpinu sem nú er þar til umfjöllunar um framhaldsskóla og því frumvarpi sem ég hef mælt fyrir um þetta efni.