135. löggjafarþing — 75. fundur,  5. mars 2008.

þjónustusamningar um málefni fatlaðra.

406. mál
[18:53]
Hlusta

Lúðvík Bergvinsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fagna því ef samningar eru að nást í þessu máli. Það hefur skipt miklu máli að þessi þjónusta hafi verið unnin á þann veg sem verið hafði. Ég man að á meðan ég var í bæjarstjórn lögðum við ríka áherslu á að viðhalda þessum samningi og ná samningi þannig að hægt væri að veita þessa þjónustu eins vel og kostur er.

Ég fagna því að hæstv. félagsmálaráðherra lýsir því yfir að samningar eru að nást í þessum efnum eða að minnsta kosti liggja fyrir drög. Ef þau eru á þann veg að hægt sé að veita þessa þjónustu með þeim hætti sem lög kveða á um og nauðsynlegt er, þá lýsi ég yfir sérstakri ánægju með þá niðurstöðu. (Forseti hringir.)