135. löggjafarþing — 76. fundur,  6. mars 2008.

málefni fatlaðra á Reykjanesi.

[10:37]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Herra forseti. Mér finnst þetta svolítið fyndinn útúrsnúningur hjá hv. þingmanni að finnast það eitthvað betra að ég hafi heyrt af umræðunni í fjölmiðlunum frekar en í þinginu (Gripið fram í.) því að fréttirnar í fjölmiðlunum sem ég las auðvitað líka, voru af umræðunum í þinginu. Ég á ekki að þurfa að leita eftir upplýsingum um hvað er að gerast í þinginu í fjölmiðlum. Ég á að fá þær í þinginu og hjá hv. þingmönnum. Ég hafði upplýsingar um umræðuna úr þinginu en ekki úr fjölmiðlunum þótt ég hafi lesið fjölmiðlana líka.

Svo ég hverfi frá útúrsnúningi hv. þingmanns þá vil ég segja að á meðan viðkomandi ráðuneyti og viðkomandi stofnun eru að reyna að leysa vandamál innan síns ramma þá er það fullkomlega eðlilegt að þau blandi ekki fjármálaráðuneytinu eða fjármálaráðherranum inn í málið.