135. löggjafarþing — 76. fundur,  6. mars 2008.

samkeppnishæfni í ferðaþjónustu.

[10:43]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Herra forseti. Þingmaðurinn var sem sagt ekki að spyrja um ferðamannalistann. Hann var að koma á framfæri skoðunum sínum í stóriðjumálum og þær liggja fyrir.

En mælikvarðinn um útblástur á hvern íbúa er ekki eðlilegur. Það er miklu eðlilegra að velta því fyrir sér hvað mengunin mundi vera mikil ef sú framleiðsla sem fer fram á Íslandi væri staðsett einhvers staðar annars staðar. Það er málið.

(Forseti (StB): Forseti vill biðja hv. þingmenn um að gefa hljóð.)