135. löggjafarþing — 76. fundur,  6. mars 2008.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands.

442. mál
[17:16]
Hlusta

Guðfinna S. Bjarnadóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held nú reyndar að við þingmenn séum að mestu leyti sammála um þróunarsamvinnuna, um þau markmið sem liggja til grundvallar og það starf sem fram fer.

Ég er ósammála vinstri grænum í þessu. Þrátt fyrir að til sé löggjöf um friðargæsluna þá tel ég að sú starfsemi sem þar fer fram eigi fyllilega heima innan þróunarsamvinnunnar. Það vil ég nefna til marks að stefna þjóðarinnar að markmiði okkar er hin sama í friðargæslu og í þróunarsamvinnu. Það eru nákvæmlega sömu markmiðin. Þetta má gjarnan lúta sömu stjórninni og ég fagna því að það skuli vera innan þessarar löggjafar eða alla vega í frumvarpinu eins og það er.