135. löggjafarþing — 78. fundur,  12. mars 2008.

skipting fjárveitinga til heilbrigðisþjónustu.

364. mál
[15:05]
Hlusta

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er til umræðu eitt vandmeðfarnasta verkefnið sem við glímum við, bæði hér á landi og reyndar á Vesturlöndum öllum, og það er heilbrigðisþjónustan.

Mér finnst það sannast að segja hálfleiðinlegt, eða ég veit ekki hvaða orð á að nota að þá sjaldan það ber upp hér á Alþingi sé farið í rifrildi um hugtök. Málið hlýtur að snúast um það að veita sem besta þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Ég er almennt þeirrar skoðunar að markaðurinn eigi að sjá um það sem markaðnum ber, þ.e. það sem við getum keypt og selt með einföldum hætti. Heilbrigðisþjónustu getum við ekki selt eða keypt með einföldum hætti.

Þess vegna þarf að hugsa þetta mjög vel. Það þýðir ekki það að sumt megi ekki vera einkarekið og annað ríkisrekið. Þetta er háalvarlegt mál (Forseti hringir.) og ég endurtek að við eigum ekki að vera í hugtakarifrildi þegar við ræðum það.