135. löggjafarþing — 78. fundur,  12. mars 2008.

skipting fjárveitinga til heilbrigðisþjónustu.

364. mál
[15:07]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl):

Virðulegi forseti. Það eru athyglisverðar umræður sem hér fara fram fyrir ýmissa hluta sakir. Í fyrsta lagi þá er formaður heilbrigðisnefndar að spyrja heilbrigðisráðherra um málefni sem í sjálfu sér ættu að liggja fyrir þeirra á milli án fyrirspurnar á Alþingi. Í öðru lagi kemur í ljós að þingmenn úr samstarfsflokknum, með þeim í ríkisstjórn telja ástæðu til þess að draga fram sjónarmið sín í þessu máli til að fyrirbyggja að afstaða þeirra verði mistúlkuð.

Mér sýnist, virðulegi forseti, að þetta lýsi því að heilbrigðismálin séu ákaflega viðkvæm á milli stjórnarflokkanna og það er greinilega ekki útrætt með hvaða hætti eigi að ráðast í breytingar á þeim málaflokki, breytingar sem vissulega eru fyrir hendi. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál, virðulegi forseti.