135. löggjafarþing — 78. fundur,  12. mars 2008.

tæknifrjóvganir.

433. mál
[15:48]
Hlusta

Valgerður Sverrisdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég vildi bara lýsa ánægju með þessi orð hæstv. ráðherra og ítreka það sem kemur reyndar fram í áliti hv. heilbrigðisnefndar að hún er þeirrar skoðunar að það sé mikilvægt að einstæðar konur eigi þann möguleika líka að fá þjónustu í sambandi við tæknifrjóvgun. Ég lýsi ánægju með að þetta mál virðist vera komið vel á veg og hvort sem við náum því á þessu þingi eða ekki að breyta lögunum þá má a.m.k. búast við því, miðað við orð hæstv. ráðherra, að það geti orðið á næsta þingi og ég lýsi ánægju með það.