135. löggjafarþing — 79. fundur,  13. mars 2008.

störf þingsins.

[10:35]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill taka fram að í umræðum við formenn þingflokkanna hafði verið gert ráð fyrir því að efna til umræðu utan dagskrár í dag. Ekki var hægt að verða við því af hálfu viðkomandi ráðherra. Við munum að sjálfsögðu leitast við að finna tíma þar sem bæði hæstv. ráðherrar og hv. þingmenn geta komið því við að taka upp slíka umræðu.