135. löggjafarþing — 79. fundur,  13. mars 2008.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

410. mál
[13:36]
Hlusta

félags- og tryggingamálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Með frumvarpinu sem við erum að fara að greiða atkvæði um er stigið mjög mikilvægt skref til að bæta kjör lífeyrisþega, bæði aldraðra og öryrkja. Það er rangt sem hér er haldið fram að með þessu frumvarpi sé ekkert gert fyrir tekjulægstu öryrkjana og aldraða. Það er vissulega farinn áfangi á þeirri leið en það þarf auðvitað að gera betur. Að því erum við að vinna. Þetta er einungis fyrsti áfanginn á þeirri vegferð. Núna 1. nóvember mun nefnd sem vinnur að endurskoðun á almannatryggingakerfinu skila af sér. Þar erum við að stefna að því að ná stórum áfanga í einföldun á almannatryggingakerfinu, gera það skilvirkara og bæta enn betur stöðu öryrkja og aldraða en við gerum hér.