135. löggjafarþing — 80. fundur,  13. mars 2008.

tilkynning um dagskrá.

[13:40]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill tilkynna að þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 10. gr. laga um þingsköp Alþingis, um lengd þingfunda, getur þessi þingfundur staðið lengur í dag, þ.e. þar til dagskrármálum er lokið. Ef ekki er óskað eftir atkvæðagreiðslu um þessa tillögu forseta lítur forseti svo á að hún sé samþykkt og þinghaldið lengt.

Það er óskað eftir atkvæðagreiðslu og verður orðið við því. Það er óskað eftir því að atkvæði verði greidd um að þinghaldið verði hér þangað til dagskrá þessa fundar er tæmd.