135. löggjafarþing — 80. fundur,  13. mars 2008.

lyfjalög.

464. mál
[14:20]
Hlusta

Jón Magnússon (Fl) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig grunaði nú að það væri eitthvað sem ylli því að gildistökuákvæðið væri með þessum hætti, að það væru ákveðnar reglur sem þyrfti að uppfylla. Ég tel að komnar séu fullnægjandi skýringar á þessu og eðlilegt að gildistökuákvæðið sé eins og það er.

Ég verð að segja að miðað við yfirlýsingar hæstv. heilbrigðisráðherra virðist mér að frumvarpið sé enn þá betra en mér virtist það vera við yfirlestur þess. Ég fagna því framkomu þess og jákvæðum yfirlýsingum hæstv. heilbrigðisráðherra.