135. löggjafarþing — 80. fundur,  13. mars 2008.

stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl.

471. mál
[16:20]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég efast ekki um að það hafi farið vel á með mönnum á fundinum í gær en eftir því sem ég hef fregnað þá upplýsti sá fundur fyrst og fremst einn hlut, þ.e. hve margt er ófrágengið í þessu máli. Eftir þeim upplýsingum að dæma sem ég hef um fundinn er þar á meðal ófrágengið hvernig öryggismálum verður fyrir komið í hinu nýja skipulagi. Ég horfi þá aftur til slökkviliðsins.

Hæstv. ráðherra lauk ræðu sinni hér áðan með því að segja að málin væru til lykta leidd og að öllu yrði vel fyrir komið. Það er bara einn hængur hér á. Það er ekki búið að leiða þessi mál til lykta. Ég spyr þess vegna hæstv. ráðherra: Hvernig nákvæmlega verður fyrirkomulagið með slökkviliðið?