135. löggjafarþing — 81. fundur,  31. mars 2008.

varamenn taka þingsæti.

[15:06]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Borist hefur bréf frá Jóni Bjarnasyni, 4. þm. Norðvest., um að hann geti ekki sótt þingfundi á næstunni sökum veikinda.

Þá hefur Karl V. Matthíasson, 7. þm. Norðvest., tilkynnt að hann geti ekki sótt þingfundi á næstunni sökum læknisaðgerðar.

Í dag taka sæti á Alþingi Ingibjörg Guðmundsdóttir fyrir Jón Bjarnason og Anna Kristín Gunnarsdóttir fyrir Karl V. Matthíasson. Þær hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðnar velkomnar til starfa á ný.

Borist hefur bréf frá Atla Gíslasyni, 7. þm. Suðurk., um að hann geti ekki sótt þingfundi á næstunni af persónulegum ástæðum. Fyrsti varamaður flokksins í kjördæminu, Alma Lísa Jóhannsdóttir, tekur sæti hans á Alþingi í dag.

Kjörbréf Ölmu Lísu Jóhannsdóttur hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hún hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni samkvæmt 2. gr. þingskapa.

 

[Alma Lísa Jóhannsdóttir, 7. þm. Suðurk., undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni.]