135. löggjafarþing — 81. fundur,  31. mars 2008.

málefni lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum.

[15:25]
Hlusta

Lúðvík Bergvinsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hef þá skilið það rétt að gera þarf breytingar á lögum og því þarf að koma frumvarp fyrir þingið og þessi mál munu þá fá ítarlega umræðu. Ég vil þó líka segja að eins og málið liggur fyrir efast ég um að það sé skynsamlegt að greina þarna á milli tollsins og löggæslunnar. Ég held að það sé mjög mikilvægt að nýta þau samlegðaráhrif, bæði faglega og fjárhagslega, og vinna að þeim málum áfram eins og hingað til og vel má vera að þegar frumvarpið lítur dagsins ljós sé þar að finna sjónarmið og röksemdir sem snúa að þessu viðhorfi mínu. En ég verð að segja alveg eins og er að ég efast mjög um að skynsamlegt sé að skipta þarna á milli. Ég mun hins vegar endurskoða hug minn ef slíkar röksemdir koma fram. En, virðulegi forseti, þetta verður að vinna faglega og mjög vandlega (Forseti hringir.) og það er ekki langur tími eftir af þessu þingi. (Gripið fram í.)