135. löggjafarþing — 81. fundur,  31. mars 2008.

starfsemi Breiðavíkurheimilisins 1952–1979.

429. mál
[16:59]
Hlusta

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Tekið er fyrir 6. mál á dagskrá, starfsemi Breiðavíkurheimilisins 1952–1979, skýrsla forsætisráðherra. Það er ein umræða. Umræðan fer fram samkvæmt reglum þingskapa um skýrslur. Samkomulag er þó um það milli þingflokka að tveir tali frá hverjum þingflokki en síðan verði umræðunni frestað og skýrslunni vísað til nefndar, þ.e. allsherjarnefndar. Ráðherra hefur 20 mínútur til framsögu og talsmenn annarra flokka 15 mínútur í fyrri umferð. Í seinni umferð hefur hver þingmaður tíu mínútur. Ráðherra talar síðan í annað sinn ef hann kýs svo. Andsvör verða ekki.