135. löggjafarþing — 85. fundur,  7. apr. 2008.

lokafjárlög 2006.

500. mál
[16:01]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það vekur athygli hversu háar fjárhæðir er verið að leggja til að verði felldar niður úr fjárlögunum fyrir 2006 í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Það eru tæpar 600 milljónir undir liðnum Bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð og 2,1 milljarður eða liðlega það af lífeyristryggingum.

Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra: Hver er ástæðan fyrir því að svona miklar fjárhæðir standa út af? Voru áætlanir um útgjöld á þessu ári að einhverju leyti ónákvæmar og hvað var það þá sem helst skýrir þennan mun? Voru bæturnar ekki hækkaðar eins og menn höfðu gert ráð fyrir á þessu ári og útgjöldin þess vegna lægri, virðulegi forseti? Ég held að það væri nauðsynlegt að fá einhverjar nánari skýringar á þessum háu fjárhæðum sem ekki hafa gengið út til þessa mikilvæga málaflokks.