135. löggjafarþing — 86. fundur,  8. apr. 2008.

utanríkis- og alþjóðamál.

556. mál
[17:28]
Hlusta

Guðfinna S. Bjarnadóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla svo sem ekki að bæta miklu við það sem ég sagði áðan. En ég er viss um að svar mitt hefur orkað tvímælis og alla vega valdið misskilningi, ég tel að skilgreining mín á mannréttindum og lýðræði geti verið annars eðlis en sú skilgreining sem hér er um að ræða, þ.e. meðal þessara þjóða.

Ég veit ekki hverju Dalai Lama og leiðtogar Tíbeta vilja nákvæmlega ná fram í samskiptum sínum við Kína, á það ætlaði ég að leggja áherslu. Ég veit ekki hvers eðlis þetta er en þetta er slæmt og við eigum að fordæma það. En ég get ekki svarað til um það hvað best er að gera á þessu sviði.