135. löggjafarþing — 87. fundur,  9. apr. 2008.

stúdentar frá Menntaskólanum Hraðbraut.

467. mál
[12:55]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S):

Frú forseti. Hv. þingmaður hefur ávallt verið mjög víðsýnn og ég tek eindregið undir með honum að konur eru skynsamar verur, þannig að það sé sagt hér. En hvað hin atriðin varðar vil ég geta þess að ég sé í rauninni ekkert því til fyrirstöðu að skólar, og þá er ég að tala um einkarekna skóla, geti að samþykktum nýjum lögum gert svona samning. Ég sé ekkert sem ætti að fyrirbyggja það. Hins vegar vil ég geta þess nýmælis sem er í nýja framhaldsskólafrumvarpinu sem verður vonandi að lögum í vor en þar er kveðið á um nýtt atriði sem er fræðsluskylda ríkisins þannig að ég á erfitt með að sjá að ríkið geti gert slíka samninga ef nemendur kjósa að fara út úr skólanum 16 ára. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að einkareknir skólar geri það en ekki ríkisvaldið nema að því fengnu að við fáum samþykkta fræðsluskyldu sem gildir til 18 ára aldurs sem þýðir að ríkinu og hinu opinbera ber skylda til að taka inn nemendur sem kjósa svo innan 18 ára aldurs.

Varðandi sparnaðarspurningu hv. þingmanns þá er það einfaldlega þannig að við greiðum fyrir einingarnar og einingarnar sem nemendur þreyta innan Menntaskólans Hraðbrautar eru þær sömu og í öðrum skólum og við greiðum samkvæmt þeim þannig að menntaskólabraut fær sama og aðrir og því verður ekki breytt.