135. löggjafarþing — 89. fundur,  10. apr. 2008.

tilkynning um dagskrá.

[10:32]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill tilkynna að í dag fara fram tvær utandagskrárumræður. Hin fyrri hefst kl. 12 miðdegis og er um skýrslu OECD um heilbrigðismál. Málshefjandi er hv. þm. Ásta Möller. Heilbrigðisráðherra verður til andsvara.

Síðari umræðan hefst kl. 3 síðdegis og er um fjárveitingar til úrbóta á sviði geðverndarmála barna og unglinga. Málshefjandi er hv. þm. Álfheiður Ingadóttir. Heilbrigðisráðherra verður til andsvara. Umræðurnar fara fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.