135. löggjafarþing — 90. fundur,  15. apr. 2008.

rækjuveiðar.

[13:46]
Hlusta

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Herra forseti. Gengisfelling síðustu þrjá mánuðina hefur auðvitað breytt töluvert rekstrarumhverfi í rækjuiðnaði sem í öðrum sjávarútvegi. Tekjurnar hafa einfaldlega aukist. Ég er hér með upplýsingar frá rækjuverksmiðju við Húnaflóa sem borgar í dag 150 kr. fyrir kíló af rækjunni og 140 kr. í næsta flokki fyrir neðan sem segir að það er flötur á því að vinna rækju með hagnaði í dag. Ég hvet ráðherrann til að beita þeim aðferðum sem hann hefur til þess. Við í Frjálslynda flokknum lögðum til að rækjan yrði tekin úr kvótasetningu og við höldum okkur náttúrlega við að það hefði verið besta lausnin á meðan menn nýta þetta ekki, í staðinn fyrir að leyfa öðrum að hagnast á okurleigu jafnvel á rækju.