135. löggjafarþing — 90. fundur,  15. apr. 2008.

rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu o.fl.

553. mál
[18:11]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður spyr um ástæður þess að þessi frestur sem hún telur of skamman, ef ég skil hv. þingmann rétt, (Gripið fram í.) sé einungis 30 dagar. Ástæðurnar fyrir því eru einfaldlega, eins og kemur fram í greinargerð með frumvarpinu, til þess að auka hraða málsmeðferðar sem stundum hefur dregist úr öllu hófi.

Hins vegar er það nú svo að ef hv. þingmenn eru annarrar skoðunar og geta fært sterk rök fyrir því þá er þetta nokkuð sem sjálfsagt er að skoða í nefnd. Þetta er ekkert sem ég tel að við ættum að láta okkur verða að miklum ásteytingarsteini ef hún hefur sterk rök fyrir því að þetta kunni með einhverjum hætti að skerða rétt þeirra sem vilja kæra til ráðherra.