135. löggjafarþing — 91. fundur,  16. apr. 2008.

skattlagning á lífeyrissjóðstekjur.

395. mál
[14:24]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl):

Virðulegi forseti. Ég vil gera athugasemd við þá flækju sem hæstv. fjármálaráðherra setti málið í og taldi að það væri ekki hægt að gera neinar breytingar á næstu áratugum. Ég vísa þessu á bug, virðulegi forseti, og minni hæstv. ráðherra á að við erum þegar byrjuð á þeirri vegferð að undanskilja ákveðinn hluta af tekjum lífeyrisþega úr lífeyrissjóði með því að gera það skattfrjálst sem hæstv. ráðherra veit mætavel.

Það er pólitískur vilji sem þarf til þess að gera breytingar. Það má vera að það sé afstaða hæstv. ráðherra að það eigi ekki að gera breytingar og þá á hann að segja það. En hann á ekki að fela afstöðu sína í því að það sé ekki hægt að gera breytingar því að það er vel hægt og getur verið skynsamlegt að gera slíkt. Ég aðhyllist það að gera þá breytingu að lífeyristekjur verði skattlagðar sem fjármagnstekjur að minnsta kosti að því marki sem lífeyristekjurnar eru myndaðar sem (Forseti hringir.) fjármagnstekjur og umfram þær launatekjur sem inn voru lagðar í upphafi.