135. löggjafarþing — 92. fundur,  16. apr. 2008.

varnarmálalög.

331. mál
[16:09]
Hlusta

Valgerður Sverrisdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér er verið að koma stjórnsýslu varnarmála í ákveðinn farveg í framhaldi af því að herinn fór og við Íslendingar tökum á okkur mikla ábyrgð varðandi varnir landsins á friðartímum. Því er þessu fyrirkomulagi komið á sem í raun var hafin vinna við í tíð Framsóknarflokksins í utanríkisráðuneytinu. Ég tel því að hér hafi verið haldið ágætlega á málum og því styðjum við framsóknarmenn þetta frumvarp og trúum því að það sé skynsamlegt að fara þá leið sem hér er farin.