135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

för á Ólympíuleikana í Peking.

[11:14]
Hlusta

Erla Ósk Ásgeirsdóttir (S):

Herra forseti. Með því að mæta ekki værum við ekki einungis að mótmæla stjórnarháttum í Kína heldur einnig því að Ólympíuleikarnir séu nýttir til að réttlæta ósanngjarna meðferð á þegnum þess lands sem þeir eru haldnir í hverju sinni. Mér finnst hið sama gilda alls staðar sem leikarnir eru haldnir. Ef brotið er á mannréttindum þar eigum við að standa með mannréttindum.

Erlendir ráðamenn hafa margir hverjir gefið út að þeir ætli ekki að mæta á opnunar- og lokahátíðina vegna þess að kínversk stjórnvöld hafa ítrekað brotið á sínum eigin þegnum í tengslum við Ólympíuleikana. En nú þegar fyrir liggur að hæstv. menntamálaráðherra muni að öllum líkindum mæta á leikana sem fulltrúi ríkisstjórnar, kæmi til greina af hennar hálfu að taka upp fund með kínverskum ráðamönnum á meðan á veru hennar í Kína stendur og ræða stöðu mannréttindamála?