135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

opinberir háskólar.

546. mál
[12:59]
Hlusta

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þm. Álfheiði Ingadóttur og geri athugasemd við það hvernig þinghaldið er skipulagt. Ég gerði strax athugasemdir við það í upphafi fundar í morgun. Sett voru inn á dagskrána ekki færri en sex mál frá hæstv. samgönguráðherra á sama tíma, og ég vakti máls á því að í dag, og haldið er árlegt samgönguþing. Væntanlega er ætlast til þess að samgönguráðherra verði þar viðstaddur. Það kæmi mér a.m.k. á óvart ef hann ætlaði ekki að vera þar.

Okkur þingmönnum í samgöngunefnd gefst ekki kostur á að sækja það þing vegna þess að við þurfum að sjálfsögðu að fylgjast með umræðum um samgöngumálin. Mér finnst þetta ekki góður bragur.

Það var samþykkt með atkvæðum 26 þingmanna í morgun að halda fundi fram á kvöld. Þeir þingmenn eru nú allir farnir meira og minna út úr húsi. Hæstv. menntamálaráðherra sýnir þann dónaskap, vil ég segja, að fara úr umræðu um mikilvægt frumvarp um háskóla þegar talsmaður eins stjórnarandstöðuflokksins í menntamálum er að hefja sitt mál, (Forseti hringir.) án þess að eiga við hann orðastað um það áður. (Forseti hringir.) Mér finnst þetta dónaskapur af hæstv. menntamálaráðherra. (Forseti hringir.) Mér finnst að forseti eigi að veita ráðherranum tiltal.