135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

tilhögun þingfundar.

[13:31]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Vegna orðaskipta sem við áttum hér áður en við gerðum hádegishlé óska ég einungis eftir því að hæstv. forseti segi okkur hvernig tilhögun fundarins verður það sem eftir lifir dags, hvort við höldum áfram með mál samgönguráðherra þar til þau klárast og hvað verður þá tekið að því loknu, hvort það verði mál menntamálaráðherra eða hvort það verði mál hæstv. félagsmálaráðherra. Hvernig hyggst hæstv. forseti skipuleggja þennan dag til enda?