135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

tilhögun þingfundar.

[13:34]
Hlusta

Forseti (Einar Már Sigurðarson):

Forseti vill taka fram vegna orða hv. þingmanns að samkvæmt þingsköpum er það í valdi forseta hvernig dagskránni vindur fram. En það er að sjálfsögðu reynt að verða við óskum og koma til móts við sem flesta í þeim efnum og forseti getur endurtekið að það er ætlunin að taka nú fyrir mál hæstv. samgönguráðherra og reyna að ljúka þeim á þeim tíma sem þörf þykir.