135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

tilhögun þingfundar.

[13:37]
Hlusta

Forseti (Einar Már Sigurðarson):

Forseti vill taka fram vegna orða hv. þingmanna að áður hefur forseti svarað því að það sé ætlunin að halda hér áfram með dagskrá og taka málefni hæstv. samgönguráðherra fyrir og reyna að ljúka þeim á þeim tíma sem nauðsynlegur er til þess. Síðan verður haldið áfram eftir dagskránni en einnig hefur komið fram í máli forseta að gert er ráð fyrir að hæstv. menntamálaráðherra muni koma hér aftur hálfsex í dag og þá er gert ráð fyrir því, eftir því hvernig fram vindur í störfum þingsins, að taka fyrir málefni hæstv. menntamálaráðherra.

Vegna orða og fyrirspurna nokkurra hv. þingmanna vill forseti rifja upp ákvæði 63. gr. þingskapa, 2. mgr., en þar segir:

„Forseti getur breytt röðinni á þeim málum sem eru á dagskrá og einnig tekið mál út af dagskrá.“