135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum til 2010.

534. mál
[17:13]
Hlusta

Grétar Mar Jónsson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætlaði að leiðrétta hv. þm. Álfheiði Ingadóttur um að hún gleymdi dómsmálaráðuneyti þegar hún taldi upp hvaða ráðuneyti mundu hafa afskipti af þessu fólki. Margir krakkar sem lenda í þessari ógæfu hafa jafnvel ekkert verið greindir eða greindir of seint. Þeir lenda í ógæfu, jafnvel í glæpum og í fangelsum þar sem dómsmálaráðherra er æðsti maður, enn þá a.m.k.