135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda.

535. mál
[18:03]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég þakka fyrir þessi svör. Mér heyrist ég og hæstv. ráðherra vera sammála um að sú þekking og reynsla sem byggst hafa upp, þær upplýsingar og gögn sem orðið hafa til hjá aðilum sem ekki eru hér sérstaklega nefndir sem ábyrgðar-, framkvæmdar- eða samstarfsaðilar, muni nýtast. Þeir sem ég nefndi hér, og auðvitað margir fleiri, verða þó leiddir til þessarar vinnu á þeim forsendum sem bestar sýnast í þessu efni. Ég þakka ráðherranum fyrir þau svör.