135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

viðauki við fjögurra ára samgönguáætlun 2007--2010.

519. mál
[22:07]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti tekur fram að að sjálfsögðu er það allt saman háð því hvernig þessari umræðu miðar, hvenær fundinum lýkur í dag. Enn eru allmargir á mælendaskrá undir því dagskrármáli sem hér er til umræðu, 8. dagskrármálið, þannig að forseti mun meta það þegar líður á þá umræðu hvernig fundinum verður fram haldið í kvöld. Það er svar forseta.