135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

viðauki við fjögurra ára samgönguáætlun 2007--2010.

519. mál
[22:07]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Nokkuð óljóst fannst mér vera svar hæstv. forseta. Við ræðum hér tillögu til þingsályktunar um viðauka við samgönguáætlun og allmargir eru á mælendaskrá í þeirri umræðu. Fyrir mitt leyti og okkar í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði kæmi til álita að komast að samkomulagi um að ljúka því máli, þessu þingmáli, þó að við vildum helst að sjálfsögðu að hlé yrði gert á þingfundi þegar í stað, enda var farið með þinghaldið fram á kvöldið gegn okkar óskum. Ég lýsi því yfir að við erum reiðubúin til viðræðna um málamiðlun hvað það snertir að ljúka umræðu um þetta tiltekna þingmál (Forseti hringir.) en teljum alveg afdráttarlaust óeðlilegt að halda þingfundi áfram eftir að því lýkur.