135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

viðauki við fjögurra ára samgönguáætlun 2007--2010.

519. mál
[22:58]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ef fjármögnun allrar framkvæmdarinnar liggur fyrir í byrjun þá er það ríkistryggð greiðsla. Fjármögnunarkostnaður á framkvæmdatímanum tekur mið af því að það er ríkisábyrgð á því. Vextir verða því í lágmarki fyrir framkvæmdaraðilann. Ég hugsa meira að segja að þeir geti verið lægri heldur en er í dag ef menn nota það snilldarlega. Ég sé ekkert að því að menn geri þetta í einkaframkvæmd.

Það sem ég er að gagnrýna hérna er ekki þetta heldur að þetta skuli hvergi koma fram. Það er ég að gagnrýna, að þetta kemur ekkert fram í fjárlögum eða í skuldbindingum ríkissjóðs. Ég er að gagnrýna þann endann og skattgreiðendur framtíðarinnar vita ekki hvað bíður þeirra.