135. löggjafarþing — 94. fundur,  21. apr. 2008.

lögreglu- og tollstjóraembættið á Suðurnesjum.

[15:08]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Virðulegi forseti. Það eru engar deilur um það að rétt er og eðlilegt að styrkja og efla löggæslustarfsemina á Keflavíkurflugvelli. Hún hefur skilað miklum árangri í gegnum tíðina, bæði hvað varðar tolleftirlit og aðra mikilvæga þætti.

Hins vegar hefur verið mótuð sú stefna af hálfu dómsmálaráðherra að greina að annars vegar löggæsluna, hina almennu löggæslu, og hins vegar tollgæsluna og við þá stefnu er ekkert að athuga í sjálfu sér. Það er hins vegar verið að vinna nánar í þessu máli til að reyna að leiða það til farsælla lykta og ágreiningslaust og það er verkefni sem við í ríkisstjórninni vinnum núna að.