135. löggjafarþing — 94. fundur,  21. apr. 2008.

staðfest samvist.

532. mál
[21:42]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég sé nú ekki betur en að þetta séu alveg tvö aðskilin mál. Annað málið var afgreitt með löggjöf fyrir nokkrum árum síðan. Hitt málið sem ég hef mælt hér fyrir snýst eingöngu um það að til viðbótar við sýslumenn og löglærðra fulltrúa þeirra þá geti kirkjunnar menn eða forstöðumenn skráðra trúfélaga gengið frá því að viðkomandi geti staðfest heit sitt frammi fyrir slíkum aðila. Með öðrum orðum, það er ekki verið að tala um börn í þessu samhengi. Þetta er alveg óháð því hvort börn koma við sögu í viðkomandi hjúskap.

Hitt er annað mál að ég held varðandi barnauppeldi að þá fari það fyrst og fremst eftir persónuleika viðkomandi einstaklinga en ekki kynhneigð hvernig til tekst um uppeldi barna.