135. löggjafarþing — 95. fundur,  28. apr. 2008.

verðbólguþróun.

[15:09]
Hlusta

Guðni Ágústsson (F):

Hæstv. forseti. Ég heyrði í Grétari Þorsteinssyni, forseta ASÍ. Hann sagðist sakna þeirra vinnubragða sem hefðu verið uppi meðan Framsóknarflokkurinn var í ríkisstjórn 2001 og 2002. Þá hefðu menn sett allt í gang. Nú er eins og það dugi að stinga 4 litlum milljónum í vasann á hæstv. viðskiptaráðherra sem á að fara einn út á völlinn að berjast við verðbólguna með 4 millj. að vopni. Þvílík háðung. Þetta er vond staða, hæstv. forseti, sem hæstv. forsætisráðherra er kominn í, því miður, og hann hefur fengið meiri aðvaranir en nokkur annar. Núna er núverandi ríkisstjórn líkt við ríkisstjórn sem var 1988 og náði ekki samstöðu um eitt einasta atriði og sprakk í beinni útsendingu.

Ég spyr hæstv. forsætisráðherra: Er svona erfitt að eiga við Samfylkinguna í efnahagslegum úrræðum? Er hún ábyrgðarlaus eða hvað hefur gerst innan Sjálfstæðisflokksins?