135. löggjafarþing — 95. fundur,  28. apr. 2008.

afstaða ríkisstjórnarinnar til aðildarumsóknar að ESB.

[15:18]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir svörin, þá liggja þau skýr fyrir hvað varðar afstöðuna til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin mun ekki hefja undirbúning að því að sækja um og hún mun ekki sækja um. Það er alveg ljóst, virðulegi forseti, eftir þessi svör hæstv. forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins að ríkisstjórn hans mun ekki gera það.

Hvað varðar breytingar á stjórnarskránni þá er það út af fyrir sig hefðbundið og rétt, og ég er sammála hæstv. forsætisráðherra um það, að þingheimur hugar að breytingum á stjórnarskránni undir lok kjörtímabils ef ástæða þykir til. Ég vil því spyrja hæstv. ráðherra hvort við þá vinnu undir lok kjörtímabilsins verði ekki, eins og verið hefur hingað til, því aðeins ráðist í breytingar að um það sé mjög víðtæk samstaða á Alþingi?