135. löggjafarþing — 95. fundur,  28. apr. 2008.

ættleiðingar.

578. mál
[15:42]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Verið er að lengja tímann af því að hann er lögbundinn og yfirvöld hafa að sjálfsögðu ekki haft leyfi til að fara lengra en lögin heimila. Þarna er verið að rýmka tímann til að þetta svigrúm aukist og koma í veg fyrir að fólk lendi í þeim vandræðum sem hv. þingmaður nefndi, að þessir lögbundnu frestir í lögunum standi því fyrir þrifum að fólk geti notið þess að ættleiða börn. Það er verið að skapa aukið svigrúm fyrir yfirvöld til að koma til móts við slíkar óskir vegna þess að það er augljóst að tíminn hefur orðið lengri hjá ættleiðingaryfirvöldum í viðkomandi ríkjum.