135. löggjafarþing — 96. fundur,  29. apr. 2008.

breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

339. mál
[15:38]
Hlusta

Karl V. Matthíasson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það er nú svo sem litlu við þetta að bæta. Ég bara ítreka það sem ég sagði áðan að ríkisstjórnin fær þennan úrskurð í sínar hendur og þetta er úrskurður mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Ég ítreka aftur enn á ný að eitt af því sem við teljum vera falleg blóm í barmi góðra ríkja, það er að fara eftir alþjóðasáttmálum og alþjóðalögum, sérstaklega hvað mannréttindi varðar. Við hljótum að taka svona úrskurð mjög alvarlega. Ég á ekki von á neinu öðru. Ég reikna ekki með því að ráðherrar, hvorki Sjálfstæðisflokksins né Samfylkingarinnar, ætli sér ekkert að gera með þennan úrskurð.