135. löggjafarþing — 96. fundur,  29. apr. 2008.

breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

339. mál
[16:07]
Hlusta

Flm. (Jón Magnússon) (Fl) (andsvar):

Virðulegi forseti. Að mínu viti er mjög einfalt hvað hér er um að ræða. Það þarf í sjálfu sér ekki að endurtaka það. En það ber að undirstrika. Ég tel að eftir að kerfi hefur staðið svona lengi, óréttlátt kerfi þar sem var úthlutað með þeim hætti sem gert var, þá sé mjög mikilvægt að reynt verði að koma á og ná sem víðtækastri samstöðu um að koma á öðru kerfi sem styðst við réttlæti, miðar við að fylgt sé og hlítt mannréttindum og að fylgt verði því grundvallaratriði að menn geti aflað og unnið í þessari atvinnugrein á jafnréttisgrundvelli. Það er útgangspunkturinn í málinu. Á það erum við í raun að benda. Og hvort hv. þm. Karl V. Matthíasson skokkar upp í sjávarútvegsráðuneyti eða ekki, það er ekki höfuðatriði málsins, heldur að íslenska þjóðin, íslenska ríkið (Forseti hringir.) fylgi mannréttindum.