135. löggjafarþing — 96. fundur,  29. apr. 2008.

breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

339. mál
[16:18]
Hlusta

Karl V. Matthíasson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Kannski er samráðshefðin ekki svo sterk hérna í ríkisstjórninni eins og t.d. hjá síðustu ríkisstjórn. Framsóknarflokkurinn var nú held ég í 20 eða 30 ár eða gríðarlega langan tíma í síðustu ríkisstjórn og það var aldrei nein samráðshefð þar, hvorki var talað við kóng né prest. Þeir komu með þessi lög sem gilda nú í dag um stjórn fiskveiða sem hafa leitt til þess að við fengum þennan úrskurð í hausinn frá mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, því miður.

En ég ítreka það sem ég hef sagt að vinnan í þessu máli er í höndum ríkisstjórnarinnar. Þegar mannréttindanefnd fellir úrskurð, sendir frá sér álit eða annað, þá sendir hún það til viðkomandi ríkisstjórnar. Ríkisstjórnin hlýtur að bregðast við þessum (Forseti hringir.) úrskurði. Þingið gerir það ekki fyrr en ríkisstjórnin kemur fram með frumvarp til að bregðast við málinu (Forseti hringir.) ef þess þarf.